ALGENGAR SPURNINGAR UM EPIPEN/EPIPEN JR.

ALGENGAR SPURNINGAR UM EPIPEN/EPIPEN Jr.

Þegar þú sveiflar og stingur EpiPen/EpiPen Jr. í lærið mun nálin og skammturinn af adrenalíni verða losaður. Eftir að EpiPen/EpiPen Jr. hefur verið fjarlægt mun appelsínuguli endinn framlengjast til að hylja nálina og glugginn verður skyggður. Eitthvað magn af adrenalíni verður eftir í pennanum, það er fullkomlega eðlilegt. Þú munt fljótt byrja að finna adrenalínið virka. Mundu að hvern EpiPen/EpiPen Jr. penna má aðeins nota einu sinni.

Loftbólan er lofttegund sem heitir köfnunarefni, og það er fullkomlega eðlilegt að finna hana í EpiPen/EpiPen Jr. Ekki hafa áhyggjur af því að nota pennann því loftbólan mun ekki hafa áhrif á hvernig hann virkar.

Adrenalín er viðkvæmt fyrir ljósi. Geymdu sjálfvirka inndælingartækið í ytri umbúðum og geymdu það ekki við hærri hita en 25°C. EpiPen/EpiPen Jr. má ekki geyma í kæli, það má ekki frjósa eða vera í miklum hita. Geymdu ílátið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi. Þegar loft eða ljós komast að adrenalíni, eyðileggst það fljótt og verður bleikt eða brúnt. Mundu að skoða innihald glerrörlykjunnar í sjálfvirka EpiPen/EpiPen Jr. inndælingartækinu öðru hvoru til að tryggja að vökvinn sé enn tær og litlaus. Skiptu sjálfvirka inndælingartækinu út á fyrningardegi eða fyrr ef lausnin er upplituð eða botnfall (fast efni) verður.

Þú skalt leita ráða á heilsugæslustöðinni þinni eða hjá lyfjafræðingi, sem mun geta veitt þér ráðleggingar.

Þú skalt leita til þíns læknis eða lyfjafræðings um leið og mögulegt er til að fá nýjan penna.

Undirbúðu þig þannig að þú hafir nægilega mörg tæki meðferðis því í sumum löndum er erfitt að fá EpiPen/EpiPen Jr. Að auki óska sum flugfélög eftir því að sjá læknisvottorð frá lækninum þínum áður en þú mátt fljúga. Þú skalt upplýsa flugfélagið áður en kemur að þínu flugi ef þess gerist þörf.