Þegar þú sveiflar og stingur EpiPen/EpiPen Jr. í lærið mun nálin og skammturinn af adrenalíni verða losaður. Eftir að EpiPen/EpiPen Jr. hefur verið fjarlægt mun appelsínuguli endinn framlengjast til að hylja nálina og glugginn verður skyggður. Eitthvað magn af adrenalíni verður eftir í pennanum, það er fullkomlega eðlilegt. Þú munt fljótt byrja að finna adrenalínið virka. Mundu að hvern EpiPen/EpiPen Jr. penna má aðeins nota einu sinni.
Adrenalín er viðkvæmt fyrir ljósi. Geymdu sjálfvirka inndælingartækið í ytri umbúðum og geymdu það ekki við hærri hita en 25°C. EpiPen/EpiPen Jr. má ekki geyma í kæli, það má ekki frjósa eða vera í miklum hita. Geymdu ílátið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi. Þegar loft eða ljós komast að adrenalíni, eyðileggst það fljótt og verður bleikt eða brúnt. Mundu að skoða innihald glerrörlykjunnar í sjálfvirka EpiPen/EpiPen Jr. inndælingartækinu öðru hvoru til að tryggja að vökvinn sé enn tær og litlaus. Skiptu sjálfvirka inndælingartækinu út á fyrningardegi eða fyrr ef lausnin er upplituð eða botnfall (fast efni) verður.