Fjarlægðu EpiPen/EpiPen Jr. úr hulstrinu. Þú skalt liggja útaf með fæturna örlítið hærri til að halda blóðinu á hreyfingu eða sitja í uppréttri stöðu ef erfitt er að anda.
Haltu áfram að liggja útaf eða sitja og fáðu einhvern til að vera hjá þér þar til læknir hefur skoðað þig.
Meðvitundarlausa sjúklinga skal leggja í læsta hliðarlegu.
Vertu ávallt með tvo EpiPen/EpiPen Jr. meðferðis — ef einkenni dvína ekki innan 5–15 mínútna og þörf er á öðrum skammti. Hvert EpiPen/EpiPen Jr. tæki má aðeins nota einu sinni, því skal fargað strax eftir notkun.
Útskýrðu fyrir öðrum að þú sért í hættu á að fá bráðaofnæmisviðbrögð og hvað er ofnæmisvaki hjá þér. Upplýstu fjölskyldu, vini, kennara og samstarfsfólk um hvernig er hægt að þekkja einkenni bráðaofnæmis og hvað skal gera ef viðbrögð koma fram. Vertu viss um að þau viti hvar þú geymir EpiPen/EpiPen Jr. og hvernig á að gefa lyfið.
EpiPen þjálfunartæki (án lyfs, án nálar) er fáanlegt hjá lækninum eða hægt að panta á www.epipen.eu til þess að æfa sig fyrir notkun sjálfvirka inndælingartækisins í neyðartilvikum. Ef þú notar EpiPen þjálfunartækið skaltu tryggja að tækið með lyfinu og þjálfunartækið séu geymd á sitt hvorum staðnum til að tækjunum verði ekki ruglað saman í bráðatilviki.